UPPLIFIR ÞÚ OFT TÍMALEYSI OG AÐ HREYFINGIN DETTI UPP FYRIR?

 

Hreyfðu þig þá heima með HIITFIT - Allar æfingar eru 30 mín eða styttri

 

Fáðu aðgang að heilu æfingasafni af heimaæfingum þannig þú þurfir aldrei aftur að verða uppiskroppa með hugmyndir. 

 

Hvað er innifalið:

 

Fáðu skemmtilegar heimaæfingar sem hjálpa þér að byggja styrk, þol, kraft, og liðleika. 

Inná heimasvæðinu þínu getur þú nýtt þér fjölbreytt úrval af æfingum fyrir byrjendur sem og lengra komna. 

Við bjóðum uppá breytt úrval af heimaæfingum og gefum þér tillögu að æfingarplani. Við vitum að þarfir hvers og eins eru mismunandi og dagsformið breytilegt. Því getur þú ávallt valið að taka rólega æfingu, yoga, pilates, flow eða bandvefslosun og farið síðan yfir í styrktar- HIIT, poweræfingar, CrossHIIT eða ketilbjölluæfingar þegar þú ert í stuði fyrir meiri átök. 

Þér er ávallt velkomið að hafa samband við þjálfara HIITFIT til þess að fá stuðning við að aðlaga æfingarnar eða fá ráðleggingar. 

 

Ávinningar

Stundum gleymum við hversu vel okkur líður eftir hreyfingu! Ég kannast alveg við það sjálf. 

Einfaldasta leiðin til að minna sig á það er að skella dýnu á gólfið og byrja. 

En með því að hreyfa líkamann reglulega getur þú upplifað:

  • Betra þol og meiri líkamlega og andlega vellíðan.
  • Sterkari líkama og meiri orku og kraft.
  • Betri streitustjórnun 
  • Forvörn gegn ýmsum sjúkdómum, sumum krabbameinum, hjarta- og æðasjúkdómum t.d. 
  • Betri stjórnun blóðsykurs
  • Betri lífsgæði og lengra líf
  • Betri svefn og verkjaminni líkama
  • Sterkara ónæmiskerfi og áfram mætti telja

Hreyfing hefur einnig áhrif á þína andlegu líðan og við heyrum aftur og aftur að konur upplifi sig sjálfsöruggari, jákvæðari, bjartsýnni og upplifi meira jafnvægi í lífinu sínu. 

Thelma Dröfn

Það er svo mikið frelsi við það að æfa heima! Það er enginn að horfa á þig, skiptir engu þótt maður sé í ósamstæðum íþróttafötum, ég æfi þegar ég hef tíma.. Þetta er bara frábært !

 

Kolbrún Ósk 

Þar sem að ég er mikið ein heima með börnin þá hentar mér ekki að fara í ræktina (vil ekki setja þau i gæslu eftir langan leikskóladag) svo þjálfun var fullkomin fyrir mig, þarf ekki að fara út úr húsi eða redda pössun fyrir börnin.

Fríða Guðný

Það besta eru fjölbreytni æfinga, finnst þessar æfingar æði! Gott að taka bara stuttan tíma en ná samt að svitna helling! Ávinningar eru verkjaminni skrokkur, sef betur og mikið auðveldara að vakna á morgnana

Bónus

Fáðu glæsilegan skráningabónus sem inniheldur

  • Venjuskráning og skipulagsskjöl
  • Leiðbeiningar fyrir teygjur - hvað á að hafa í huga og forðast 

3 mánaða kort

4.900 kr. á mánuði

 

6 mánaða kort

3.900 kr. mánuðurinn