Vertu velkomin í Kundalini activation tíma

 

Kundalini-orkan er grunn uppspretta allrar lífsorku og í tímunum vinnum við í að koma jafnvægi á orkuflæðið í líkama þínum.
 
Það eina sem þú þarft að gera er að mæta með opin huga.
 
Tíminn fer þannig fram að þú liggur á jógadýnu og færð snertingar á ákveðna punkta á líkamanum þínum eins og höfuð, enni, bringu, fætur og lófa og orkan flæðir þar sem hún vil flæða.
 
Það er mjög einstaklingsbundið hvað gerist í tímanum, sumir upplifa tilfinningar eins og reiði, sorg, gleði. Aðrir geta upplifað djúpa slökun, hita, kulda, strauma í líkamanum, þörf fyrir að gráta eða hlæja. Ósjálfráðar hreyfingar geta komið fram, minningar eða sýnir. Allt er þetta eðlilegt þegar lífsorkan þín fer af stað.
Áhrif tímans geta síðan fylgt þér áfram. Algengir ávinningar eru betri svefn, dýpri tenging við innsæið, meiri gleði, jafnvægi, vellíðan og ánægjulegri samskipti.

Næstu tímar eru eftirfarandi:

 

 

Miðvikudaginn 3 ágúst - kl 18:30-20:00 

Miðvikudaginn 17 ágúst - kl 18:30-20:00 

 


 

Fylgdu mér á Instagram, þar tilkynni ég alla viðburði.

Sendu mér skilaboð á Instagram eða tölvupóst á [email protected] ef þú vilt mæta í tíma, panta paratíma eða mæta í minni hóp. 

 

Fylgjast með

Algengar spurningar

 

Viltu koma í hóptíma?

 

Fylltu út formið og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri

Ummæli um tímana

,,Hver tími einstakur. Losun á erfiðum tilfinningunum, djúp slökun og mikil vellíðan standa þó upp úr. Andrúmsloftið er einstakt, kærleiksríkt og afslappandi. Það allra besta er svo að áhrifin fylgja mér eftir tíman og út í lífið!”


-Eyja Drífa


,,Ég hef eiginlega ekki orð yfir þakklæti mínu. Magnað í alla staði. Upplifun sem ég mæli með, þetta var svo miklu miklu meira en ég þorði að vona. Ég hef lifað þessu lífi í fight or flight mode síðan alltaf. Takk fyrir að hjálpa mér áfram.”


-Íris Sóley


,,Orkan mín hefur verið allt önnur, ég hef haft orku til að gera hluti eftir vinnu. Ég vaknaði á undan klukkunni og tók gleði morgun dansinn með dóttir minni, eitthvað sem ég hef ekki gert í langan tíma”


-Kristjana

,,Finnst ég rólegri og með meiri yfirvegun, er ekki hrædd við atburði eða samskipti. Finnst ég glaðari og eins og eitthvað hafi losnað eins og áhyggjur, gagnrýnispúkinn og óþarfa tilfinningaviðbrögð. Þetta eru klárlega góðar breytingar og jákvæðar”


-Eyrún