Taktu skrefið að innri umbreytingu

 

Kæra kona, ég vil hjálpa þér að brjótast í gegnum þínar eigin hindanir og blómstra á öllum sviðum lífs þíns. Hvort sem þú vilt bæta heilsuna, verða sjálfsöruggari í leik og starfi, geta gefið betur af þér til fjölskyldu og vina eða bara verið sterkari og sáttari í eigin skinni, þá er þetta ferðalag fyrir þig.

 

Ég er tilbúin

Vika 1


Hvernig er best að byrja á breytingum?

 

Við skoðum hvernig þú getur undirbúið þig sem best fyrir nýjan kafla
 

Vika 2Forgangsröðun og innri sátt

 

Við skoðum þína forgangsröðun og af hverju það er mikilvægt að sleppa til að skapa eitthvað nýtt og betra

 

Vika 3Gildi og mörk

 

Við skoðum af hverju orðið NEI er mikilvægt í breytingum og köfum ofaní þín gildi og af hverju þau skipta máli uppá langtímabreytingar

 

Vika 4Kærleiksvika

 

Við skoðum af hverju sjálfsumhyggja er grunnurinn að jákvæðum breytingum sem endast og af hverju það er mikilvægt að taka sig ALLA í sátt

 

Vika 5Sjálfsmyndin þín

 

Við skoðum hvernig sjálfsmyndin þín hefur haft áhrif á allar þínar ákvarðanir og staðinn sem þú ert á í dag og hvernig þú getur uppfært hana þannig að hún styðji við nýjar breytingar

 

Vika 6Sjálfstraust og sjálfstal

 

Við skoðum hvernig innra samtalið þitt er, hvernig þú getur uppfært það og upplifað meira sjálfstraust

 

Sara Barðdal:

,,Það er mín ástríða að sjá fólk blómstra, finna kraftinn og gleðina innra með sér og virkilega lifa lífinu til fulls.
Á mínu ferðalagi hefur mesta umbreytingin gerst þegar ég er tilbúin að líta innávið, skoða hugarfarið mitt, sjálfstal og gera innri vinnuna.
Ef þú finnur köllun til að gera breytingar væri það minn heiður að styðja við þitt ferðalag. Að fjárfesta í þér er besta fjárfestingin sem þú gerir, því þú og allir í kringum þig uppskera svo margfalt til baka. ”
 

 

Video Poster Image

Umsagnir um hugaræfingarnar


,,Hugaræfingarnar eru frábærar og vá hvað þær virka. Ég hafði ekki alveg trú á því fyrst en vá vá vá hvað þær hjálpa mikið. Þegar hausinn/andlega hliðin er komin á sinn stað þá fer allt að rúlla. 
Ég hef lært að fagna sjálfri mér, finna lausnir og upplifa jákvæðnina sem býr innra með mér❤ ”

-Karina Nielsen

,,Já hérna, þessi hugaræfing er á repeat hjá mér og ég upplifi nýtt gullkorn í hvert skipti. Frábærlega vel að orði komist að gefa sér sjálfstraustið.
Aftur og aftur minni ég mig á hvað ég er ánægð með efnið og sátt við þessa sjálfsvinnu. Takk fyrir frábæra hugaræfingu”

-Þóra Kristín
,,Vá hvað þessi kom á réttum tíma fyrir mig 💖 þetta hitti mig eiginlega beint í hjartað 🥰 takk, takk, takk 😘 hef ekki náð að tækla hugan eins vel síðustu 5 daga og vá hvað ég finn mikinn mun. Takk fyrir einstaka hugaræfingu. Ég glósaði 4 og 1/2 bls meðan ég hlustaði og alveg hellingur sem ég tók til mín og alveg frábærar pælingar, enn og aftur segi ég stórt TAKK.”

-Hanna Kristín

Algengar spurningar

Viltu prófa ókeypis viku?

Skráðu þig hér að neðan og fáðu innsýn inní viku 1 af námskeiðinu

,,Hugaræfingarnar hjá Söru eru á heimsmælikvarða. Ég hef hlustað á flestar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og alltaf gríp ég eitthvað yndislegt gullkorn sem hittir beint í hjartastað.  Það er eins og sumar hugaræfingarnar komi á hàrréttum tíma og tali óvenju sterkt til manns. Æfingarnar eru settar fram á einfaldan hátt, falleg vinnublöð sem gott er að fylla út til að ná enn meiri festu/skilningi í sjálfan sig og að lokum er gott að hlusta á Söru, hún talar svo beint frá hjartanu.

Ég hef lært margt og sé ýmislegt í mínu fari í nýju ljósi allt með aðstoð Söru og hennar frábæra efnis. Ég hef m.a lært að gefast ekki upp, vilja skilja meira og finna út hvað hentar mér, hvað innri ró og sátt skiptir gríðarlega miklu máli í bata, það má sýna sér mildi og kærleika án þess að það kallist sjálfselska. Ég er innilega þakklàt fyrir að hafa skráð mig á námskeið hjá Söru og engin verður ósvikinn af því sem hún er að gera. Takk elskuleg fyrir mig" - Svanhvít Aradóttir