... en fyrst þurfum við að vekja hana innra með okkur!
Af hverju strögglum við svona margar við heilbrigðan lífsstíl? Það er ekki af því við reynum ekki eða viljum ekki.
Því ég veit að allar viljum við upplifa hamingju, sjálfstraust, orku og kraft til þess að lifa lífinu til fulls og ná markmiðunum okkar. Ég hef séð aftur og aftur að það eru þessir 3 hlutir sem halda mest aftur af fólki:
Heilbrigður lífsstíll er langhlaup, það er ekki eitthvað sem við græjum á nokkrum vikum og erum svo "útskrifuð". Heldur þurfum við tíma til þess að breyta venjum viðhalda góðu siðunum í rútínunni okkar. Margar gefast einnig upp við fyrstu hindrun og eru alltof fastar í "all or nothing" hugsunarhættinum sem vinnur aðeins gegn þér. Þá er nauðsynlegt að hafa gott stuðningsnet og hvatningu sem hægt er að sækja utanfrá frá þjálfara eða öðrum þátttakendum í samfélaginu.
Hugurinn er grunnurinn að öllu! Þú getur verið með besta prógramið í heiminum en ef hugarfarið vinnur gegn þér gerist ekki neitt. Þess vegna er hugarþjálfun svona stór partur af Valkyrjusamfélaginu því ég veit að ef hausinn er ekki að vinna með þér, þá munum við ekki ná miklum árangri.
Ég veit að þetta er frekar stór yfirlýsing, en ég hef séð það aftur og aftur hvernig fólk miklar hlutina fyrir sér, heldur að heilbrigður lífsstíll sé leiðinlegur, erfiður, vesen og að honum fylgi boð og bönn og hömlur á öllum sviðum lífsins. Kannastu við eitthvað af þessum atriðum? Ef svo er og þú ert þreytt á að ströggla, upplifa óvissu með hvað er rétt eða rangt og ert virkilega tilbúin að gera breytingar, þá veit ég að Valkyrjurnar eru samfélagið fyrir þig. Það er ekkert sorglegra en að ná ekki að njóta alls þess sem lífið hefur uppá að bjóða.
Þú býrð yfir orkumiklum og sterkum líkama og þú getur upplifað kraft, sjálfstraust og gleði daglega. Láttu markmiðin og drauma verða að veruleika.
"Mín upplifun af Valkyrjunum er meiriháttar. Hugarfarsefnið og hugleiðslurnar eru á heimsmælikvarða og taka á mörgum sviðum lífsins. Minn ávinningur er aukið jafnvægi í andlegri líðan, sterkari líkami, hef lést um 12 kg síðan ég byrjaði í október 2019 og ég hlakka til að hreyfa mig. Ég tilheyri samfélagi sem er hvetjandi, er svakalega jákvætt og dæmir ekki. Stuðningurinn á netinu er yndislega meiriháttar."
"Mér hefur aldrei liðið jafnvel og á þessum tíma sem ég hef verið hluti af Valkyrjunum. Ég er loksins farin ég farin að sjá fegurðina í lífinu og kynnast sjálfri mér upp á nýtt . Börnin mín eru farin að taka upp góðu venjurnar og er hreyfingin orðin fjölskylduáhugamál. Ég er góð fyrirmynd fyrir börnin mín á meðan ég hugsa vel sjálfan mig. Jafnvægi, alhliða sjálfsrækt og sjálfsást er það sem við lærum hjá HIITFIT. "
"Ég er sjálfsöruggari, orkumeiri, glaðari og hamingjusamari. Er hægt að biðja um meira? Ég finn að ég sef betur og er sterkari. Valkyrjusamfélagið er svo frábær pakki, hann inniheldur allt sem ég þarf. Ég sé sko alls ekki eftir því að hafa hafið heilsuferðalagið mitt með Valkyrjunum. "
"Í dag vel ég að hreyfa mig til þess að halda góðri heilsu og geta verið til staðar fyrir strákana mína. Ég vil vera sterk og hraust. Ég elska þennan lífsstíl og er svo sjúklega þakklát fyrir þennan hóp og stuðninginn sem í honum er. Peppið sem við fáum er svo frábært og ég lít ekki á þetta sem einhverja skyndilausn þar sem ég vil styrkja mig og grennast núna strax heldur ætla ég að gera þetta á heilsusaman hátt og líða vel á meðan – það er alveg nýtt fyrir mér!"
"Að vera þáttakandi í Valkyrju samfélaginu er fyrir mig eins og að hafa unnið Lottóvinning. Þetta er svo hvetjandi og skemmtilegt. Ég hef á 7 vikum styrkst andlega og líkamlega alveg helling, orkan alveg frábær. Er á svo góðum stað í dag, það besta er að þetta er algjör mannrækt frá hugleiðslu í hugaræfingar, frábærar æfingar fyrir alla og mataræðið flott. Auðvitað er allt samfélag okkar Valkyrja með þessum mögnuðu þjálfurum Söru og Sylvíu sem láta þér líða svo yndislega og eru alltaf að hvetja og styðja."
"Ég skapaði Valkyrjurnar svo þú gætir fengið tólin og stuðninginn til að breyta um lífsstíl. Ég veit það er áskorun að breyta um venjur, en það er hægt og þú átt skilið að setja sjálfa þig framar í forgangsröðina. Valkyrjusamfélagið heldur þér við efnið og hjálpar þér í gegnum hindranirnar. Ég trúi því með öllu hjarta að ef þú skuldbindur þig til þess að gera vinnuna og gefst ekki upp, muntu finna þína lausn að heilbrigðum lífsstíl sem þú elskar – þú leggur ekki í langt ferðalag ein og stuðningslaus."
- Sara Barðdal
ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi
Í hverjum mánuði birtist nýtt efni í hverjum flokk fyrir sig
Hvers virði er æfingaplan þegar hugurinn vinnur í sífellu gegn þér?
Sterkt og jákvætt hugarfar er lykill að árangri en yfirleitt er stærsta hindrunin þú sjálf. Við leggjum mikla áherslu á að skapa þennan grunn með nákvæmri hugarvinnu. Við sigrumst á hindrununum sem eru í veginum og kveðjum afsakanirnar sem halda aftur af okkur. Saman sköpum við nýjan og varanlegan lífsstíl – þar sem þú ert sterk, hamingjusöm og í jafnvægi!
Alla dreymir um langt og innihaldsríkt líf. En ef heilsan bregst, hvað þá?
Þegar kemur að líkamlegri heilsu spila hreyfing og mataræði stærstu hlutverkin. Í Valkyrjunum viljum við styrkja líkamann og halda honum hraustum, en á sama tíma njóta þess að hreyfa okkur og finna vellíðanina sem kemur með heilbrigðum lífsstíl.
Gefðu líkamanum þínum besta mögulega eldsneytið til þess að hann starfi sem best. Slepptu megruninni og byrjaðu að borða fyrir heilsuna þína. Engar öfgar, boð eða bönn. Bara hreinn og góður matur sem styður við fitubrennslu, vöðvauppbyggingu og aukna orku.
Umhverfið skiptir öllu máli! Þinn eigin viljastyrkur er mikilvægur en til þess að komast lengra er enn mikilvægara að umlykja sig með þeim sem styðja mann og hvetja áfram. Við þurfum stuðning og samfélag til þess að komast yfir hindranir, í gegnum slæmu dagana og til að peppa okkur áfram þegar við missum móðinn.
Við breytum ekki gömlum venjum með því að breyta einhverju í nokkur skipti, það krefst endurtekningar og að halda sér við efnið. Aðalatriðið fyrir góðan langtímaárangur er að umkringja sig fólki sem hvetur mann til þess að halda áfram og bæta sig. Ef þú vilt vera heilbrigð og sterk, vertu þá í félagsskap sem ýtir undir þá eiginleika og skapaðu nýjan lífsstíl sem endist
Ég vildi óska þess að svona prógram og þjálfun hefði verið til staðar þegar ég var að hefja mitt ferðalag. Það hefði sparað mér mörg ár af ströggli, misheppnuðum tilraunum og óöryggi. Nú vil ég deila öllu því sem ég lærði á leiðinni til þess að stytta ferðalagið þitt í átt að heilbrigðari lífsstíl. Taktu ákvörðun í dag um að forgangsraða sjálfri þér, þú átt það svo sannarlega skilið! Þú getur afskráð þig hvenær sem er og það er engin binding! Við skulum gera þetta saman og taka skref í átt að markmiðunum þínum og draumum, í hverjum mánuði.
Hér að neðan sérðu mismunandi skráningarleiðir með greiðsludreifingu
Lestu viðtöl við Valkyrjur sem hafa breytt lífinu sínu í samfélaginu!
50% Complete
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.