Mín reynsla segir mér að það sé ekki nóg að horfa einungis á hreyfingu og mataræði þegar kemur að því að skapa heilbrigðan lífsstíl, heldur þurfum við að kafa dýpra, við þurfum að skoða gömul sár frá barnæsku, skoða hugsunarmunstur og eigin viðhorf og virkilega vera tilbúnar að gera vinnuna 360 gráður um kring. Ef við erum ekki tilbúnar til þess er ólíklegt að við upplifum langtíma breytinguna sem við viljum sjá í lífinu okkar.

Hver er Sara?

Sara hefur verið að hjálpa konum breyta um lífsstíl síðan 2014 þar sem hún leggur mikla áherslu á að vinna með huga, líkama og sál saman. Síðustu ár hefur hún lagt enn meiri áherslu á andlega heilsu, sjálfsumhyggju, tilfinningavinnu og heilun á áföllum í fortíðinni. Sara hefur persónulega reynslu á að hafa strögglað með heilbrigðan lífsstíl og verið föst í yoyo megrunarkúrum. Hún hefur gengið í gegnum missi og sorg og fundið innri sátt við fortíðina, ásamt því að hafa unnið sig út úr langtíma streituástandi. Sara er ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi. Hún hefur sótt ótal námskeiða og fyrirlestra sem tengjast persónulegri uppbyggingu og dýpri tenging á sjálfinu. Hún hefur sótt 200 klst YIN fascia yoga nám og klárað 300 klst Yoga Psyche Soul nám sem leggur áherslu á andlega umbreytingu, skuggavinnu og að sameina vestræna sálfræði með austrænum Yoga fræðum.  

Ástríða hennar Söru er sjálfsrækt og að hjálpa öðrum að lifa sinn tilgang, vera sannir sjálfri sér og tengjast sjálfinu sínu. Hún vill að allir upplifi friðinn, öryggið og kærleikann innra með sér og fái virkilega að blómstra í lífinu sínu. 

 

Hver ert þú?

Mitt markmið er að hjálpa þér að finna nákvæmlega það út. Finna kraftinn og trúna á sjálfa þig og upplifa þannig þitt draumalíf, lífið sem þú áttir alltaf að lifa.

 

Mitt mottó er heilbrigð sál í heilbrigðum líkama og ef þú hefur áhuga á að kynnast mér betur hvet ég þig til að lesa áfram og taka þátt í heilsu samfélaginu. Þú getur gert það með skráningu á póstlista hjá mér eða með því að sækja um þjónustuna sem er í boði hér á síðunni. 

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.