Mín reynsla segir mér að það sé ekki nóg að horfa einungis á hreyfingu og mataræði þegar kemur að því að skapa heilbrigðan lífsstíl, heldur þurfum við að kafa dýpra, við þurfum að skoða gömul sár frá barnæsku, skoða hugsunarmunstur og eigin viðhorf og virkilega vera tilbúnar að gera vinnuna 360 gráður um kring. Ef við erum ekki tilbúnar til þess er ólíklegt að við upplifum langtíma breytinguna sem við viljum sjá í lífinu okkar.

En hver er ég?

Ég get notað mörg lýsingarorð sem hjálpa þér að fá skýrari mynd, og algeng orð sem ég hef heyrt og notað sjálf eru frumkvöðull, skapari, heilsugúrú, móðir, viðskiptafræðingur, heilsumarkþjálfi, ÍAK einkaþjálfari, áhrifavaldur og lengi mætti telja.

 

En þetta eru aðeins merkimiðar og hlutverk sem lýsa því sem ég geri, en ekki hver ég raunverulega er. Það sem ég þrái mest er að vera frjáls, lifa minn tilgang og vera sönn sjálfri mér, upplifa frið, öryggi og kærleika innra með með og vita að ég er að láta gott af mér leiða í heiminum í gegnum vinnuna mína, uppeldið á strákunum mínum og í samböndunum í kringum mig.

 

Hver ert þú?

Mitt markmið er að hjálpa þér að finna nákvæmlega það út. Finna kraftinn og trúna á sjálfa þig og upplifa þannig þitt draumalíf, lífið sem þú áttir alltaf að lifa.

 

Mitt mottó er heilbrigð sál í heilbrigðum líkama og ef þú hefur áhuga á að kynnast mér betur hvet ég þig til að lesa áfram og taka þátt í samfélaginu. Þú getur gert það með skráningu á póstlista hjá HIITFIT þar sem við einblínum á líkamlega og andlega heilsu með kröftugum heimaæfingum, fræðslu um mataræði og hugaræfingar í gegnum lifandi samfélag og námskeið. Eða hér inná sarabarddal.is þar sem nýtt og spennandi verkefni er í vinnslu. Eða jafnvel bara bæði!!

HIITFIT

Sara Barðdal
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.