Vendipunktur í lífinu

innblástur viðtal Jul 06, 2019

Þetta myndbrot birtist upphaflega inná www.ahamoment.is þar sem Guðrún Birna le Sage tekur viðtöl við Fyrirmyndir & skapara í samnefndum þáttum. 

Guðrún skrifar eftirfarandi:

Sara Barðdal segir okkur frá því á hjartnæman hátt þegar móðir hennar veiktist af krabbameini og hvernig það var örlagavaldur í hennar lífi. Þær hófu saman leit að betri heilsu, prófuðu allar tegundir mataræðis og heilsueflandi leiða sem þær fundu.

Sara varð margs vísari á þessu heilsuferðalagi en móðir hennar náði ekki heilsu á ný. Hún missti móður sína úr krabbameini allt of snemma, hún var rétt orðin móðir sjálf en eldri strákurinn hennar var aðeins 6 vikna gamall þegar hún kvaddi. Þessi sára lífsreynsla kenndi henni hvað lífið er stutt og hvað heilsa okkar er dýrmæt. Í dag vinnur hún við að hvetja konur til að hlúa að sér og heilsu sinni, sinna huga, líkama og sál. Í lokinn gefur hún áhorfendum góð ráð til að bæta heilsuna og kennir magnaða hugaræfingu til að halda fókus og ná markmiðum sínum.

Ég mæli með þessu magnaða myndbroti fyrir alla sem vilja huga að sinni eigin heilsu og vellíðan.

 

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Cras sed sapien quam. Sed dapibus est id enim facilisis, at posuere turpis adipiscing. Quisque sit amet dui dui.

Call To Action

Stay connected with news and updates!

Join our mailing list to receive the latest news and updates from our team.
Don't worry, your information will not be shared.

We hate SPAM. We will never sell your information, for any reason.